„Gervigreindin er komin til að vera“. Því lýsir Katrín Regína Frímannsdóttir, gæðastjóri HÍ í viðtali vegna nýrrar upplýsingasíðu á vegum Háskóla Íslands. Vefsíðan kemur í kjölfar samþykktar Háskólaráðs á nýjum viðmiðum og leiðbeiningum fyrir notkun gervigreindar í HÍ. Háskólinn hefur með þessum hætti brugðist við áhyggjum kennara, sem áður lýstu yfir mögulega auknu umfangi á svindli og ritstuld meðal nemenda.
Aðlögun að gervigreind
Til að bregðast breyttu landslagi háskólasamfélagsins, lagði Stefnu- og gæðaráð háskólaráðs HÍ fram ramma og leiðbeiningar fyrir notkun gervigreindar. Báðar tillögur voru samþykktar af háskólaráði þann 4. maí 2023. Stuttu síðar opnaði HÍ fyrir aðgengi að upplýsingasíðu sinni. Vefsíðan hefur það hlutverk að auðvelda starfsmönnum og nemendum við að afla sér upplýsingar um notkun gervigreindar. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar, ásamt reglum og viðmiðum varðandi notkun gervigreindar í námi og kennslu.
Vefurinn er í umsjón Katrínar Regínu, en hún ásamt litlum hóp innan Háskóla Íslands hittust í upphafi árs til að ræða viðbrögð við notkun gervigreindar í námi og kennslu. „Við vorum sammála um að ChatGPT væri komið til að vera og boð og bönn myndu ekki skila okkur því sem við sækjumst eftir, þ.e. að nemendur HÍ kunni að nýta sér alla þá tækni sem á við og hægt er að nýta og frekar að kenna þeim hvað er rétt og rangt og hvernig hægt er að nýta tæknina svo vel fari“.
Í framhaldi var boðaður fundur með öllum háskólum landsins, þar sem vonast var eftir samhæfðum viðbrögðum. Katrín segir að viðbrögð hafi verið góð og starfshópur hafi verið skipaður sem innihélt einnig nemendur. „Á fyrsta fundi var alveg ljóst að við vorum öll sammála um að taka þessu fagnandi og kenna frekar notkun og setja fram ramma og reglur“. Vefurinn varð þannig að veruleika.
Á þessum tíma voru háskólar út í heimi voru að reyna að átta sig á nýjum kringumstæðum. Viðbrögð þeirra voru frá því að banna gervigreind alfarið í að setja henni engin mörk. Katrín lýsti því að þau höfðu skýra stefnu „Gervigreindin er komin til að vera og ef við ekki kennum notkun hennar þá komum við til með að útskrifa nemendur sem verða ekki tilbúnir að takast á við vinnu sem tekur sífelldum breytingum m.a. vegna nýrrar tækni.“
Katrín segir að heimasíðan hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð, bæði innan íslenska menntakerfisins sem og erlendis. Vefsíðan er á frumstigi en hún er í stöðugri þróun. Nú er unnið að því að bæta við matsramma fyrir námsmat, en Katrín vonar að nýtt efni verði aðgengilegt jafnt og þétt yfir veturinn. „Þróun á gervigreind í skólastarfi er að þróast mjög hratt en það eru þó enn þá vandamál með áreiðanleika upplýsinga, réttlæti og hlutdrægni og þar skiptir rétt notkun og traust á upplýsingum gríðarlegu máli en við fylgjumst vel með og reynum að bregðast við, þegar við á.“
Að lokum telur Katrín Háskóla Íslands hafa staðið sig afar vel í að bregðast við notkun gervigreindar. Með því að fara ekki í boð og bönn, heldur með leiðbeiningum, ramma og jákvæðu hugarfari. Háskóli Ísland lýtur á gervigreind vera áhrifaríkt tæki til að einfalda og flýta fyrir vinnu nemenda og kennara.
Víti til varnaðar
Hins vegar, þarf að hafa í huga að við notkun gervigreindar gilda sömu siðareglur og um notkun annarra tækja. Til að forðast misnotkun er mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um notkun heimilda og annara akademískra ferla. Kennarar hafa leyfi til þess að banna notkun gervigreindar við úrvinnslu ákveðinna verkefna, því er brýnt að samskipti milli kennara og nemenda um notkun gervigreindar séu skýr.