„Mig langaði fara aðeins lengra í burtu frá heimabænum og prófa að standa á eigin fótum“, segir Lea Hrund Hafþórsdóttir, ein fjölmargra íbúa á Stúdentagörðum og nemandi í Háskóla Íslands
Í Háskóla Íslands eru um 14 þúsund skráðir nemendur sem koma frá alls staðar á landinu og í heiminum. Háskóli Íslands býður upp á stúdentaíbúðir fyrir þá nemendur sem þess þurfa og eru 1600 íbúðir og herbergi fyrir nemendurna.
En hvernig er aðgengi og upplifun stúdentaíbúðum fyrir nemendur sem búa eða ólust ekki upp í Reykjavík? Rætt var við fjóra nemendur sem eru frá landsbyggðinni og búa í stúdentaíbúðum; Lea Hrund Hafþórsdóttir frá Húsavík, Oddur Hrafnkell Daníelsson frá Eyjafjarðarsveit en kallar sig Akureyring, Edda Lind Guðmundsdóttir frá Ísafirði og Jón Steinar Unnsteinsson frá Borgarnesi.
Háskóli Íslands vinsæll valkostur
Jón segir að hann skoðaði fjarnám en honum fannst það ekki henta sér og námið sem honum langaði í var einmitt verið að kenna í HÍ, hjúkrunarfræði. Edda segir „Það að fara í nám fjallaði í raun meira um það að prófa að búa annars staðar heldur en heima“. Hún bætir við að henni langaði að búa í Reykjavík og prófa að búa ein.
Oddur telur að HÍ býður upp á besta námið að hans mati. Námið sem Leu langaði í er kennt í Háskólanum á Akureyri en henni langaði að „fara aðeins lengra í burtu frá heimabænum og prófa að standa á eigin fótum“. Þannig hún ákvað að fara í félagsfræði í „borg óttans”.
Stúdentaíbúðirnar þægilegur kostur
Blaðamaður spurði svo hvort þau ættu heima í stúdentaíbúð og af hverju. Oddur hefur búið á stúdentagörðum í fimm mánuði og segir „ég geri það þar sem staðsetningin hentar mér vel, þetta er einnig partur af háskólastemningunni. Hann bætir við hann héldi að stúdentaíbúðir væru ódýrari kostur en leigumarkaðurinn „en svo reyndist ekki“.
Jón Steinar hefur búið síðan í lok sumars 2023 í stúdentaíbúð. Ástæða hans fyrir því er einfaldlega því hann er í vinnu í Reykjavík og er „lítið hrifinn af því að keyra á milli“. Lea Hrund er á þriðja ári og bjó áður fyrr með vínkonu sinni en ákvað að prófa að búa ein í stúdentaíbúð og fannst henni það „einfaldasta lausnin”. Upplifun hennar á stúdentaíbúðum er jákvæð. Henni fannst úthlutunar ferlið frekar þæginlegt og finnst það mjög fínt að búa á stúdentagörðunum því að hún hefur allt sem hún þarf á einum stað. Og nefnir líka að fasteignamarkaðurinn kæmi ekki til greina vegna ástandi þess
Úthlutunar ferlið fínt
Nemendur sem búa á stúdentagörðum eru með mismunandi upplifun á úthlutun íbúða og að búa þar. Yfirleitt eru nemendur sem koma utan að landi sett í forgang.
Jón upplifði felið frekar „easy“. Hann fann fyrir smá óvissu að fyrstu út af biðlistunum en finnst „bara fínt“ að búa þar. Leu fannst ferlið þægilegt; „skráði mig bara á biðlista og svo fær maður tölvupóst þegar manni er úthlutað íbúð“. Hún hafnaði tveimur úthlutuðum íbúðum og samþykkti þriðja boðið. Henni hefur fundist það mjög fínt að búa á stúdentagörðunum „ég hef allt sem ég þarf“.
Oddi fannst ferlið einfaldlega „tímafrekt og langdregið“. Honum finnst ágætt að mestu leyti að búa á stúdentagörðunum en „einnig ábótavant eins og til dæmis ruslaaðstaðan“. Edda segir „ferlið vara bara frekar fínt minnir mig; þar sem ég er utan að landi þá var ég svo sem aldrei stressuð um að fá ekki úthlutað“. Hún dýrkar að stúdentagarðana og hefur verið þar í þrjú ár. Hún útskrifaðist í sumar og voru stúdentaíbúðirnar „lowkey partur af ástæðunni af hverju ég ákvað að fara beint í master“.
Yfirhöfuð sátt með leiguna
Á stúdentagardar.is er hægt að skoða íbúðir og sjá mánaðarleiguna. Óhátt fermetrum er mánaðarlegi leigukostnaðurinn á bilinu 90.000 kr til 250.000 kr. Jóni finnst leigan vera fínn og skárra en á almenna leigumarkaðinum. Hann bætir við „leigan hefur hækkað já en ég er bara sáttur þar sem ég fæ húsaleigubætur“. Lea segir að þegar systir hennar bjó í stúdentaíbúð var leigan mun lægri og finnst leigan vera dýr fyrir litla íbúð „en held þetta sé bara í samræmi við leigumarkaðinn í dag“.
Oddi finnst leigan vera of há. Hann bæti við „þetta á ekki að vera kerfi til þess að græða á stúdentum“ og finnst að það ætti að hafa kostnaðinn eins og lágan og hægt er. Oddur segir „þetta er eitt dýrasta fermetraverð á landinu“. Edda, sem hefur búið í stúdentaíbúð í þrjú ár, finnst stúdentaíbúðirnar vera skástu mánaðarleiguna í miðborg Reykjavíkur. Henni finnst að „það svo sem ástæða fyrir því að maður getur verið þarna eins lengi og maður getur“.
Oddur vildi ekki vera myndaður.