Ný ríkisstjórn, Trump og lýðræði

    Stjórnkerfi heimsins standa fyrir umtalsverðum breytingum, ekki síst á Íslandi þar sem að nýtt þing var sett 4. febrúar 2025. Donald Trump hefur einnig vakið mikla athygli undanfarið með nýjum áherslum og skoðunum á ýmsum hlutum. Ungt fólk hefur haft miklar skoðanir á þessum málum og rætt var við ungan stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands til að fá betri innsýn í hvernig stjórnmálafræðinemar sjá framtíðina fyrir sér.

    Stjórnmál, framtíðin og leiðin að stjórnmálafræðinni

    Viðmælandinn sagði að hann hefði áhyggjur að grafið verði enn frekar undan lýðræði í stjórnmálum framtíðarinnar.,,Mér hefur samt verið kennt að stjórnmálafræðingar eigi ekkert erindi að spá fram í tímann en miðað við þróun stjórnmála víða í Evrópu og Bandaríkjunum er bjartsýni fyrir ókomnum tímum takmörkuð“, sagði hann. Hann var spurður af hverju hann valdi stjórnmálafræði sem nám í Háskólanum, sagðist hann hafa valið námið vegna þess að hann hefði mikinn áhuga á heimsmálum og alþjóðastjórnmálum.

    Nýja ríkisstjórnin á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni, ,,Mér líst nokkuð vel á nýju stjórnina“, sagði viðmælandinn en bætti einnig við að hins vegar hafi síðastliðnar ríkisstjórnir valdið miklum vonbrigðum en hann hefði þó einhverja trú á nýju ríkisstjórninni. Þingsetningin vakti mikla athygli en hann sagðist ekki hafa horft á þingsetninguna en tjáði sig þó um þá mynd sem blasti við: „Ég horfði ekki á þingsetninguna en það litla sem ég sá var möguleg framtíðar fámennisstjórn nokkurra ríkra karlmanna sem mættu á þingsetninguna,“ sagði hann og kveðst vonast til þess að sjá meira jafnvægi í framtíðinni.

    Trump og áhrif hans

    Viðmælandinn var ákaflega hreinskilinn þegar hann var spurður út í Trump og hans áherslur, en hann sagði að hann hefði miklar áhyggjur af Trump og hans stefnum. ,,Ég tel hann ekki vera á neinn hátt hæfan í starfið og ég finn til með öllum þeim sem þurfa kyngja því súra epli að hafa hann sem forseta. Ég sé voða lítið annað en hættuna sem stafar af honum“. Þetta er eins fallega og ég get orðað það, bætti hann við.