Mygla fannst í kjallara Lögbergs í fyrra og hafa sérfræðingar einangrað kjallarann. Gestný Rós Sigurðardóttir, nemandi í skólanum, segist hafa fundið fyrir einkennum og verið heilsulaus frá því í september síðastliðnum og sé komin með læknisvottorð sem mælir gegn því að hún mæti í skólann.
„Alveg ömurlegt að vera búin að vera lasin í svona langan tíma og kemur í ljós að það sé bara út af einhverju svona, það er bara ótrúlega sárt. Ég hefði ekki þurft að vera það hefði ég vitað af þessu.“