Heim Fréttir Frábært tækifæri til að kynnast Póllandi í gegnum kvikmyndalist

Frábært tækifæri til að kynnast Póllandi í gegnum kvikmyndalist

Pólsk kvikmyndakvöld eru haldin á flestum miðvikudögum út önnina í húsi Vigdísar. Þar eru sýndar kvikmyndir sem hafa tengingu við Pólland og eru kvöldin opin öllum sem hafa áhuga á að mæta.

Kvikmyndakvöldin eru hluti af námskeiði í pólskum fræðum og er tilgangur þeirra að fá að kynnast pólskum samfélags- og menningarmálum í gegnum kvikmyndalistina.

Næsta mynd á dagskrá þann 5. mars er Black Thursday, kvikmynd frá 2011 um mannskæð mótmæli sem áttu sér stað í Póllandi árið 1970.