Kolbrún María Garðarsdóttir, íshokkíkona, segir það vera mikið púsluspil að vera afreksíþróttakona í námi þar sem Háskólinn veiti ekki nægan stuðning fyrir nemendur í íþróttum. Hún spilar íshokkí fyrir lið Fjölnis og er í íslenska landsliðinu, en auk þess er hún í meistaranámi í félagsráðgjöf.