Heim Fréttir Hverju spá kvikmyndafræðinemar um Óskarsverðlaunin í ár?

Hverju spá kvikmyndafræðinemar um Óskarsverðlaunin í ár?

Óskarsverðlaunin

Kvikmyndafræðinemar Háskóla Íslands fylgjast spenntir með Óskarsverðlaununum, sem eru einn helsti hápunktur kvikmyndaársins. Við ræddum við Gunnar Má Björgvinsson og Heklu Benediktsdóttur um tilnefningarnar í ár og þær myndir sem þeim þóttu skara fram úr. Kvikmyndin The Substance var í miklu uppáhaldi en söngleikurinn Emelia Perez var ekki jafn heillandi þrátt fyrir að hann hafi hlotið 13 tilnefningar.