Í fyrsta sinn verða inntökupróf í lækna- og tannlæknadeild HÍ haldin á Akureyri. Hingað til hafa prófin einungis verið lögð fyrir í Reykjavík.
Magnús Ragnar Guðmundsson, deildarstjóri læknadeildar Háskóla Íslands, segir það hafa verið tímabært að bæta við öðrum próftökustað. Jafnframt segir Magnús vera möguleika á því að bæta við fleiri próftökustöðum í náinni framtíð ef vel gengur á Akureyri.