Heim Fréttir Frír bjór annan hvern fimmtudag

Frír bjór annan hvern fimmtudag

Nemendafélagið Vaka hefur mikið verið í sviðsljósinu um þessar mundir. Síðastliðinn fimmtudag var verið að gefa frían bjór fyrir alla Vökuliða sem mæta í stúdentakjallarann. Þar var sungið og trallað fram að kvöldi, þökk sé Denna og Dósa og voru vökuliðar léttir á bárunni.

Rætt var við Mikael Trausta Viðarsson, nýnema í Vöku og á 1. ári í viðskiptafræði. Margt er fram undan í félagslífi Háskólans samkvæmt Mikael og segist hann vera spenntastur fyrir komandi tímum þar sem Vaka og Röskva eru á leiðinni í kosningabaráttu. En hvaðan kemur fjármagnið fyrir bjórnum sem Vaka býður upp á annan hvern fimmtudag?