Miklar áskoranir eru til staðar í flestum byggingum skólans fyrir nemendur og starfsfólk sem nota hjólastól eða eru hreyfihömluð. Styrmir Hallsson og Röskva hafa nýverið birt myndbönd á TikTok þar sem þau kanna aðgengið og fjalla um þær hindranir sem geta komið upp þegar þau koma sér á milli staða.
Styrmir segir sumar byggingar betri en aðrar, sérstaklega nýju byggingarnar, en að það séu vandamál í þeim flestum. Hann hafi stundum tekið á sig verkin sem fylgi því að ganga í stutta stund til þess að komast í tímann sinn.
Röskva hefur unnið að tillögu um aðgengisfulltrúa fyrir skólann sem myndi vinna að því að gera aðgengisúrtektir og finna lausnir til þess að bæta aðgengið fyrir alla.