75 stúdentar koma saman vikulega til þess að dansa.
Háskóladansinn bíður upp á námskeið í fimm dansstílum. Auk þess eru danskvöld öll þriðjudagskvöld í Tunglinu veislusal.
Catherine O’Hara forseti háskóladansins segir Country Swing vinsælasta námskeiðið. Það sé kennt í íþróttahúsi Háskólans og því stutt fyrir stúdenta að fara. Country Swing er einn þeirra stíla sem er dansaður á danskvöldum.
Hápunktur annarinnar hjá Háskóladansinum verður í apríl þegar finnski dansarinn Jennina Färm kemur til landsins og kennir námskeið í West Coast Swing.
Frekari upplýsingar um Háskóladansinn má nálgast á heimasíðu þeirra.