Heim Fréttir „Ég myndi bara hvetja alla til að nýta sér þessa þjónustu“

„Ég myndi bara hvetja alla til að nýta sér þessa þjónustu“

„Sálfræðiþjónusta hjá HÍ er uppbyggð þannig að hún er hluti af nemendaráðgjöfinni og það hafa allir nemendur hí aðgengi að þjónustunni“

Í HÍ starfa þrír sálfræðingar og hjá þeim er hægt að fá sálfræðiaðstoð á íslensku, ensku, dönsku og þýsku. 

Rætt var við Hrafnkötlu um sálfræðiþjónustuna til að komast að því hvernig þjónustan er gagnleg nemendum HÍ og starfsemi. 

Hrafnkatla Agnarsdóttir, Sálfræðingur

Allir eiga rétt á sálfræðiþjónustunni

„Sálfræðiþjónusta hjá HÍ er uppbyggð þannig að hún er hluti af nemendaráðgjöfinni og það hafa allir nemendur hí aðgengi að þjónustunni“ segir Hrafnkatla. Hún bætir við að það eru aðeins þrír sálfræðingar til staðar fyrir 14.000 nemendur, sem gæti haft áhrif á biðtíma. 

Hver og einn nemandi hefur rétt á einu til þremur viðtalstímum við sálfræðing. „ Mjög misjafnt hvernig biðtíminn er, stundum eru bara tvær vikur“ segir Hrafnkatla. Hún bætir við „núna svona á miðri önn hefur það verið kannski fjórar jafnvel fimm vikur“. En vegna þess að jólin eru að koma og skrifstofan fer í frí, getur biðtíminn verið lengri. 

Tekið á móti öllum vandamálum

Sálfræðiþjónustan tekur á móti allskyns vandamálum og er reiðubúin til að aðstoða nemendur. „Það kemur bara allskonar lítill smá kvíði yfir í jafnvel bara einhver svona geðrofseinkenni, bara allur skalinn“ segir Hrafnkatla við spurningu um hverjir nýta sér þjónustuna. Hún bætir við „síðan er náttúrulega bara misjafnt hvað maður getur gert fyrir hvern og einn þannig ef þetta er svona áfallavinna eða eitthvað svoleiðis að þá myndum við til dæmis frekar bara beina því áfram“

„Allir sálfræðingar eru bundnir trúnaðarskyldu og siðareglum sálfræðingafélags íslands“ segir Hrafnkatla. Hún útskýrir nánar; „í þagnarskyldunni svona í stuttu máli þá snýst það bara um að allt sem er rætt í tíma að það á ekkert að fara neitt lengra en það eru takmarkanir á því ef að maður telur einstaklinginn vera sér eða öðrum í hættu“. Þá fara aðrar aðgerðir af stað og oftast í samstarfi við þá nemendur. 

Gott að nýta þjónustuna

„Ég myndi bara hvetja alla til að nýta sér þessa þjónustu“ Segir Hrafnkatla. Hún segir líka að nemendur hafa fundist það gott að geta „létt aðeins af sér og fá óháðan aðila til þess að fara yfir allskonar“. Þar er hjálpað nemendum að koma sér af stað í að hefja meðferðir eða „gefa tæki og tól til að takast á við þann vanda sem þau eru að glíma við“ segir Hrafnkatla. 

Til þess að sækja um tíma þarf aðeins að senda tölvupóst á netfangið; sálfræðingar@hi.is

En Hrafnkatla bætir við að það er ekki bókunarkerfi til þess að gera sálfræðingnum og þeim sem leitar aðstoðar auðveldara að vera í samskiptum að bóka tíma og slíka.

Ekki bara einstaklingsviðtöl

Mynd tekin af vef HÍ. Mynd af 3. hæð háskólatorgs.

Sálfræðiþjónusta HÍ býður upp á meira en einstaklingsviðtöl. Heldur bjóða þau líka upp á námskeið. „Vorum að klára sjálfstyrtinga námskeið um daginn, Katrín var að halda svona ensku námskeið resilience and coping strategies að bjóða upp á fleira fyrir erlenda nemendur“ segir Hrafnkatla. Hún segir að deildin fer oft í samstörf við aðrar deildir eins og við stúdentaráð. Þá eins og geðheilbrigðisdagana. 

„Ég verð vonandi með fræðslu í vor til dæmis um heilbrigt samband við mat og svona þannig að við erum að bjóða upp á allskonar meira en bara einstaklings viðtöl en fer svolítið eftir bara hvað við höfum ráðrúm fyrir“ segir hún. 

Nýlega hafa þau komið í samstarf við rauða krossinn til að bæta líðan nemenda í prófatíðinni. „Þannig að það er að koma hundur vikulega á þeirra vegum og fólk geta mætt upp í NHÍ á Háskólatorgi á þriðju hæð og fá að klappa yndislegum svona golden retriever“. 

Hrafnkatla bætir við að henni þætti að sálfræðiþjónustan mætti vera fjölbreyttari, eins og að vera með sálfræðing af öðru kyni. Til þess að geta boðið fleiri nemendum upp á meira tækifæri á að geta talað við einstakling sem þau treysta. 

Nánari upplýsingar um sálfræðiþjónustu HÍ er hægt að finna hér eða á vefsíðu Háskóla Íslands.