Heim Fréttir Háskólarígur útkljáður á Októberfest

Háskólarígur útkljáður á Októberfest

Háskóli Íslands er besti skólinn samkvæmt úrslitum í keppni háskólanna HÍ og HR. Lengi hefur staðið yfir rígur á milli skólanna og í sumar var tekin ákvörðun um að útkljá hann með keppni á Októberfest sem var haldin þar síðustu helgi í sirkús tjaldinu. Magnús Már Gunnlaugsson formaður SFHR segir engann alvara í rígnum og að þetta eigi bara að vera skemmtileg breyting á Októberfest.

Þrettán keppendur voru í hvoru liði og keppnin hófst á leiknum „Waterfall.“ Allir í liðinu eru í röð og eiga að klára bjórinn sinn hver á eftir öðrum. HÍ vann og staðan var 1 – 0 fyrir HÍ.

Síðan var það pylsukappátið. Liðin áttu að velja einn keppanda úr hvoru liði og átti sá valdni að borða fjórar pylsur og drekka einn bjór. HÍ vann einnig sá keppni og var staðan 2 – 0 fyrir HÍ.

Þriðji liðurinn var þannig að einn keppandi úr hvoru liði áttu að drekka líter af bjór og HR vann og staðan var þá 2 – 1 fyrir HÍ.

Einnig var farið í reipitog æsispennandi leikur en að lokum þá slitnaði bandið. Geir Zoega dæmdi leikinn og ákvað að gefa HR stigið vegna þess að nokkrir HÍ-ingar voru komnir yfir línuna. Staðan 2 – 2.

Ásakanir um svindl

Beer stand off og Kubbur voru næst síðustu liðirnir og gríðarlega spennandi, miklar rökræður og ásakanir um svindl og fleira. HÍ vann samt í báðum liðum og staðan var 4 – 2 fyrir HÍ.

Síðasti liðurinn var bjórhlaup og var á grasblettinum fyrir framan aðalbyggingu HÍ og áttu keppendur að hlaupa aðra ferðina þamba bjór, hlaupa síðan til baka og þá mátti næsti fara af stað. Hlaupið var æsispennandi og mjög tæpt en HÍ náði að klára á undan og endaði þessi keppni 5 – 2 fyrir HÍ.

Magnús Már Gunnlaugsson formaður SFHR segir í fréttum stúdenta að þetta hafa verið skemmtileg keppni og vonast til þess að þetta verði fastur liður á Októberfest.