Heim Fréttir HÍ býður upp á námsbrautir og þrautabrautir

HÍ býður upp á námsbrautir og þrautabrautir

Guðmundur Ásgeir framkvæmdarstjóri stúdentaráðs segir Íþróttaskólann aldrei hafa verið vinsælli en í vor, en öll pláss fylltust á einum degi. Um það bil einn fimmti af nemendum Háskóla Íslands eru foreldrar en aðeins 90 pláss í Íþróttaskólanum.

Markmið Íþróttaskóla SHÍ er að bjóða börnum á aldrinum 2-5 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Í Íþróttaskólanum er þrautabraut sem er með fjölbreyttu hreyfiálagi.

Foreldrar innan HÍ segja þetta góðan vettvang til að kynnast öðrum foreldrum sem stunda nám og skemmtilega byrjun á deginum fyrir sig og börnin.