Heim Fréttir ,,Frá rusli til undra“ – Fatamarkaður á grænum dögum Háskóla Íslands

,,Frá rusli til undra“ – Fatamarkaður á grænum dögum Háskóla Íslands

Fataskiptamarkaðurinn er hluti af Grænum dögum, en hátíðin stóð yfir frá 11. til 14. mars og leggur áherslu á sjálfbæran lífsstíl. Þemað í ár er hringrásarhagkerfi og boðið hefur verið upp á fjölbreytta viðburði, þar á meðal vinnustofur, kvikmyndasýningar og fræðsluerindi um sjálfbærni.

Grænir dagar hafa fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af sjálfbærnistefnu Háskóla Íslands. Viðburðirnir eru opnir öllum og aðgangur er ókeypis þannig að allir geta lagt sitt af mörkum til umhverfisvænni lífsstíls.

Á fataskiptamarkaðinum geta þátttakendur komið með föt sem þau nota ekki lengur og skipt þeim út fyrir aðrar flíkur. En það er ekki skilyrði að koma með föt gestir geta einnig valið sér flíkur frítt, jafnvel þótt þeir hafi ekkert með sér. Markmiðið er að lengja líftíma fatnaðar og stuðla að sjálfbærari neyslu með því að gefa flíkum nýtt líf.