Heim Fréttir Nemendur hafa greiðan aðgang að RIFF í ár

Nemendur hafa greiðan aðgang að RIFF í ár

Háskóli Ísland verður iðandi af lífi komandi daga en Kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film festival hefst þann 29. september og verður fram til 9. október í Háskólabói. Þetta er í 19. skipti sem hátíðin fer fram  en þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin í Háskólabíó, hingað til hefur hátíðin verið í Bíó Paradís. 

,,Í Háskólabíói eru fjórir stórir salir, nóg um bílastæði og síðast en ekki síst nánd við Háskólann Íslands, en við viljum mjög gjarnan að nemendur við háskólann hafi greiðan aðgang að RIFF,“ segir Hrönn Marinósdóttir framkvæmdarstjóri RIFF. ,,RIFF er eins konar samtímaspegill, myndir eru að fjalla um alls kyns samfélagsleg málefni svo sem samfélagsmiðla, jafnfréttismál og pólitik. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að vera mjög vandaðar og hafa skemmtigildi. Myndirnar eru valdar af dagskrárnefnd RIFF og formaður hennar er Frederic Boyer sem er mjög þekktur dagskrárstjóri, vann m.a. lengi fyrir Cannes hátíðina.“

Áherslur hátíðarinnar í ár verða á Spáni en fjölmargar ólíkar spænskar kvikmyndir verða í sýningu á hátíðinni, ásamt öðrum verðlaunamyndum allstaðar af úr heiminum. Einnig mun fara fram málþingið bakslag: Hvað í f… er í gangi? Á málþinginu verða tekin verða fyrir málefni eins og frelsi fjölmiðla, populismi, stríð, osfrv. Þáttakendur í málþinginu verða ekki af verri endanum en þeir eru meðal annars Einar Bergmann, Bogi Ágústsson, Sóley Tómasdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. Líkt og síðastliðin ár verða sérstakar sýningar í boði á hátíðinni en þar má nefna sundbíóið og hellabíóið þar sem gestir hátíðarinnar geta horft á kvikmyndir undir óvenjulegum kringumstæðum.