Heim Fréttir Afreksíþróttafólk í háskólanámi – ,,Skipulag, agi og samviskusemi er lykillinn“

Afreksíþróttafólk í háskólanámi – ,,Skipulag, agi og samviskusemi er lykillinn“

Andri Rafn í leik með Breiðabliki. Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Rafn Yeoman, verkfræðingur og leikjahæsti leikmaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, var gestur Háskólaumræðunnar að þessu sinni. Umræðuefni þáttarins er afreksíþróttafólk í háskólanámi og allt sem sá samtvinningur ber í för með sér.

Andri segir skipulag, aga og samviskusemi vera lykilatriði í því að halda jafnvægi milli náms og íþróttaiðkunnar. Sem íþróttamaður þarf að tileinka sér aga og skipulag snemma á lífsleiðinni, því segir Andri þetta vera frábæra blöndu sem fleiri íþróttamenn ættu að kanna.

Umsjónarmenn þáttarins eru Kári Snorrason og Baldvin Þór Hannesson.