Vigdísarverðlaunin voru veitt í þriðja sinn í hátíðasal aðalbyggingar Háskóla Íslands á föstudaginn var.
Handhafi verðlaunanna í ár er Anne Carson. Anne er skáld, sérfræðingur og prófessor í klassískum fræðum og þýðandi. Hún hefur bæði kennt grískar og klassískar grískar bókmenntir. Carson hefur hlotið marga styrki og eins var hún fyrst kvenna til þess að hljóta bókmenntaverðlaun sem kennd eru við T.S. Eliot, ásamt hinum ýmsu viðurkenningum.
Tungumál og menning ætíð verið Vigdísi hugleikin
Efnt var til Vigdísarverðlaunanna í fyrsta skipti árið 2020, í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur og þess að 40 ár voru liðin frá forsetakjöri hennar. Vigdís var, líkt og flestir íslendingar vita, fyrsta kona í heimi til þess að vera lýðræðislega kjörin forseti. Á heimasíðu Vigdísarstofnunar kemur fram að málefni tungumála og menningar hafa ætíð verið Vigdísi hugleikin, sem er m.a. ástæða þess að verðlaunin eru veitt í hennar nafni.
Tvíþættur tilgangur
Vigdísarverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa náð góðum árangri við störf sín í þágu menningar, þá sérstaklega á sviði tungumála. Tilgangur verðlaunanna er tvíþættur, annars vegar eru þau veitt til þess að heiðra þann sem þau hlýtur og hins vegar til þess að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands.
Áður hafa Juergen Boos, forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, Katti Frederiksen ljóðskáld og málvísindakona og Jonhard Mikkelsen, málvísindamaður, kennari og útgefandi hlotið Vigdísarverðlaunin.