Heim Spurning vikunnar Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?

Marinó Gauti, Íþrótta- og heilsufræði

– Nei, ég er enn að velta þessu fyrir mér. En ég er aðeins að hallast að Sjálfstæðisflokknum.

Jóhannes Berg, Almenn málvísindi

– Ég hef velt því mikið og vel fyrir mér, og ég held að Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrir valinu.

Katla María, Þroskaþjálfafræði

– Ég er ekki búin að ákveða, en mér lýst vel á Samfylkinguna en Viðreisn kemur sterklega til greina líka.

Leó Már, Viðskiptafræði

– Já, það er samt ekki auðvelt val fyrir mig þar sem ég er ekki 100% sammála neinum flokki. Þó ég sé ekki sammála öllu sem þau standa fyrir ætla ég að kjósa Viðreisn þar sem ég tel mig geta treyst þeim mest.