Heim Spurning vikunnar Ertu sátt/ur við skrásetningargjöldin í HÍ?

Ertu sátt/ur við skrásetningargjöldin í HÍ?

Birgitta Sveinsdóttir
Hjúkrunarfræði
Já fyrir haustönn finnst mér það sanngjarnt en fyrir fólk sem er að skrá sig á vorönn og borgar í raun og veru 20.000 kr minna fyrir næstum því heilli önn minna, það finnst mér ósanngjarnt.
Þau borga 55.000 fyrir eina önn en við borgum 75.000 fyrir tvær annir, því má breyta finnst mér.

Leonardo Pool Cordova Pillaca
Vélaverkfræði
Mér finnst þetta vera gott verð. 75.000 kr er eiginlega ekki neitt og þar sem allir eru að læra þá er enginn tími til að vinna mikið. Þess vegna er gott að þetta sé lágt svo það sé hægt að læra og ekki vinna mikið á meðan.

Eva Hlíf Rannversdóttir
Viðskiptafræði
Já mér finnst þau alveg fín, mér finnst það alveg sanngjarnt fyrir heilt ár og maður fær aðgang að skólanum.

Þorri Jökull Þorsteinsson
Vélaverkfræði
Já, mjög sáttur. Mjög ódýrt þannig séð. Maður fær þetta þannig séð allt endurgreitt frá stéttarfélaginu þannig að… mjög kósý.