Heim Spurning vikunnar Finnst þér að tímar í HÍ ættu að vera teknir upp?

Finnst þér að tímar í HÍ ættu að vera teknir upp?

Elín Rósa Magnúsdóttir – sálfræði
Já mér finnst það, ef maður kemst ekki í tímana, líka til að geta kíkt á þá aftur til að geta rifjað upp.

Sif Guðmundsdóttir – sálfræði
Já mér finnst það. Það eru sumir sem geta ekki mætt í tíma vegna veikinda eða vinnu og þá er svo sorglegt að þeir missi af náminu þegar það er ekki endilega þeim að kenna.

Ryan Eckerson – viking and medieval norse studies
Mér finnst að ef nemendur og kennarar samþykkja að tímarnir séu teknir upp þá er það mjög gagnlegt, sérstaklega fyrir þá sem ekki geta mætt í kennsluna. Ég skil samt að það getur varðað persónuverndarmál en ef við erum í faglegu umhverfi eins og í kennslustofu, þá ætti ekki að vera neitt sem má ekki taka upp.

Kolbeinn Rastrick – kvikmyndafræði
Það náttúrlega auðveldar aðgengi og er þannig betra en mér finnst líka háskólasvæðið og það að mæta í tíma mikilvægur partur af því að stunda nám.