Heim Spurning vikunnar Hvað finnst þér um stjórnarslitin?

Hvað finnst þér um stjórnarslitin?

Þórdís Birta Jónsdóttir, Félagsfræði.

– Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun þar sem þessi ríkisstjórn var ekki að ganga upp. Ég er spennt fyrir þessari breytingu og vona eg að í þetta skiptið kjósum við sem þjóð rétta flokkinn til þess að tala fyrir okkar hönd.

Dagur Jarl Gíslason, Sálfræði.

– Ég er bara gíraður fyrir þessu, þetta var það eina í stöðunni. Svo er líka alltaf gaman að kjósa.

Anna Krasniqi, Tannsmíði.

– Ég er bara spennt fyrir framhaldinu, ég tel þetta vera rétta niðurstöðu að lokum.

Konráð Elí Kjartansson, Hagfræði.

– Þetta er tvíeggja sverð. Þessi ríkisstjórn sem mun taka við verður að öllu gefnu sama gamla sagan og sé því engar breytingar í vændum. Á hinn boginn er ég mjög spenntur fyrir fríum bjór og pizzu út nóvember mánuð.