Snædís Káradóttir
Lögfræði
Á lesstofunni í Lögbergi.
Ísak Örn Ívarsson
Sálfræði
Bara uppi í skóla, reyndar voða erfitt að finna stað núna útaf plássleysi. Ég var alltaf í lesstofunum en þær eru lokaðar.
Salka Björt Kristjánsdóttir
Alþjóðasamskipti
Örugglega í sófanum heima hjá mér, þar er auðvelt aðgengi að mat og bara þægindi.
Aleksander Mojsa
Félagsráðgjöf
Sko þetta er fyrsta árið mitt þar sem ég er í staðnámi, því ég byrjaði í háskólanum 2020. Þannig ég var alltaf bara heima að læra. En núna er ég að reyna að finna góðan stað í skólanum. Ég hef verið að fara í hornið þarna niðri á Gimla. Ég er líka þannig manneskja að mig langar helst að vera í rými þar sem það er ekkert fólk, hafa eins litla truflun og hægt er. Mér finnst nefnilega gaman að fylgjast með því hvað fólk er að gera í kringum mig.