![](https://studentafrettir.hi.is/wp-content/uploads/2022/09/307179804_1276426553196312_6115349483683591167_n-1.jpg)
Snædís Káradóttir
Lögfræði
Á lesstofunni í Lögbergi.
![](https://studentafrettir.hi.is/wp-content/uploads/2022/09/302773919_502034041360229_793677041598380770_n-1.jpg)
Ísak Örn Ívarsson
Sálfræði
Bara uppi í skóla, reyndar voða erfitt að finna stað núna útaf plássleysi. Ég var alltaf í lesstofunum en þær eru lokaðar.
![](https://studentafrettir.hi.is/wp-content/uploads/2022/09/302478045_1483858588784780_8363072545865914585_n-1.jpg)
Salka Björt Kristjánsdóttir
Alþjóðasamskipti
Örugglega í sófanum heima hjá mér, þar er auðvelt aðgengi að mat og bara þægindi.
![](https://studentafrettir.hi.is/wp-content/uploads/2022/09/302121878_5609902135735577_6781944740176715402_n-1.jpg)
Aleksander Mojsa
Félagsráðgjöf
Sko þetta er fyrsta árið mitt þar sem ég er í staðnámi, því ég byrjaði í háskólanum 2020. Þannig ég var alltaf bara heima að læra. En núna er ég að reyna að finna góðan stað í skólanum. Ég hef verið að fara í hornið þarna niðri á Gimla. Ég er líka þannig manneskja að mig langar helst að vera í rými þar sem það er ekkert fólk, hafa eins litla truflun og hægt er. Mér finnst nefnilega gaman að fylgjast með því hvað fólk er að gera í kringum mig.