Heim Spurning vikunnar Hvenær finnst þér best að læra?

Hvenær finnst þér best að læra?

Oddur Örn Ólafsson – íslenska
Mér finnst þægilegast að hugsa um námið sem vinnu, þannig ég læri iðulega eftir tíma eða frá svona eitt til klukkan sex á kvöldin. Ég gef mér svo tvo tíma eða til átta ef það er mikið að gera.

Ragnheiður Sia – næringafræði
Eftir hádegi og seinni partinn en ég reyni að læra ekki tveimur tímum fyrir svefn.   

Bjarni Benedikt – viðskiptafræði
Mér finnst best að læra fyrri part dags og ég læri meira á virkum dögum en um helgar. 

Anna Karen Unnsteins – þjóðfræði
Ég læri best frá svona tíu á morgnana og svo fram eftir hádegi.