Heim Spurning vikunnar Hvernig finnst þér aðstaðan í Odda?

Hvernig finnst þér aðstaðan í Odda?

Birta Kristrún, félagsráðgjöf
Ekkert spes. Það má uppfæra margt og nýta plássið betur. Setja fleiri innstungur og endurraða borðunum.

Birta Hinriksdóttir, sálfræði
Mér finnst hún fín. Það verða smá læti þegar það eru margir hérna. Mér finnst svolítið notalegt að læra hér. Miðað við annarsstaðar. Ef þú ert á Þjóðarbókhlöðunni ertu í þögn. Ef þú ert á Háskólatorgi eru svolítið mikil læti. Ef þú ert að vinna hópverkefni sem þarf smá næði en þið getið talað saman þá finnst mér þægilegt að vera hér.

Karólína Kristbjörg Björnsdóttir, sálfræði
Mér finnst þægilegt hvað er bjart hérna. Mér finnst betra að vera hér heldur en á Háskólatorgi. Það eru meiri læti þar og kaldara þar. Það er líka færri hér. Mér finnst þetta fullkomið magn af fólki og klið.

Grétar Snær Gunnarsson, sálfræði
Mér finnst klósettin svolítið þröng, erfitt að athafna sig þarna inni. Sjoppan lokar klukkan þrjú, ég er alveg svangur eftir klukkan þrjú.