Theodóra Hanna Halldórsdóttir , Verkefnastjórnun.
– Ekki að svo stöddu, finnst það svolítið flókið með fjölskyldu. En það væri mögulega spennandi að fara til Svíþjóðar.
Kári Jónsson, Viðskiptafræði.
– Nei, ég hef bara ekki áhuga á því.
Mathildur Ásbergsdóttir, Hagfræði.
– Já, ég væri mjög opinn fyrir því. Mig langar mjög að skoða það að fara til Kaupmannahafnar.
Kjartan Sveinn Guðmundsson , Lögfræði.
– Já, mér þætti mjög gaman að fara í skiptinám og finnst það mjög mikilvægt fyrir fólk almennt en þá sérstaklega nemendur í hug- félagsvísindum að fara út fyrir landsteinana til að víkka þekkingu sína. Ég hef tekið þátt í félagsstarfi á vegum skólans þar sem við heimsóttum háskóla á Norðurlöndunum og mér finnst það spennandi kostur fyrir skiptinám og þá sérstaklega Finnland.