Heim Spurning vikunnar Nýtir þú stúdentakortið?

Nýtir þú stúdentakortið?

Axel Pétur, Auðlinda- og umhverfisfræði
Já, ég nýti mér það fyrir alla afslætti í háskólanum. Þekki ekki nægilega vel hvaða afslættir eru utan háskólans.

Dagný, Hagfræði
Já, aðallega til að komast inn í skólann seinni partinn og um helgar til að læra. En einnig fyrir afslætti í háskólanum, Stúdentakjallarann o.fl.

Ómar Atli, Sjúkraþjálfunarfræði
Já, ég er duglegur að nota það fyrir ýmsa afslætti. Það eru furðu mikið af stöðum sem bjóða upp á afslátt gegn framvísun kortsins.

Andrea Rós, Sálfræði
Ég á eftir að sækja um stúdentakortið. Það er í vinnslu. Þegar það er komið mun ég líklega nýta mér það til að komast inn í skólann að kvöldi til.