Nemendafélagið Politica er félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands. Aðalhlutverk félagsins er að skipuleggja skemmtanir, vísindaferðir og aðra viðburði fyrir félagsmenn. Í von um að kynnast félaginu og starfi þess aðeins betur fór blaðamaður á stúfana og spurði formann Politica, Heklu Sól Hafsteinsdóttur, nokkurra skemmtilegra spurninga.

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það?
Ég er ekki alveg viss hvernig nafnið kom til en það er upprunnið úr forn grísku og þýðir „mál borga” (affairs of the cities).
Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn?
The Office. Held að skrifstofan eigi vel við deildina. Mörg innan hennar sem geta vel samsvarað sér við ákveðna karaktera og stemningin er svipuð.
Hvert er mottó nemendafélagsins?
Við erum ekki með neitt mottó því miður. Klárlega eitthvað sem við þurfum að græja!
Hver væri draumavísindaferðin?
Draumavísindaferðin væri sennilega heimsókn á Alþingi þar sem við myndum hitta þingmenn og ráðherra og taka gott spjall við þau, helst í glasi, meiri líkur á að fá gott slúður þá

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?
Við erum svo heppin að eiga lukkudýr. Það er lítill bleikur Ikea grís sem heitir Viggrís (samblanda af Vigdísi Finnbogadóttur og grís)
Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu?
Ég verð að segja RÚV vísóið. Það var svolítið fíaskó í kringum það en það endaði allt saman vel og var mjög skemmtilegt.
Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?
Við höldum nokkra fasta viðburði á skólaári, einhverjir eru samstarfsviðburðir eins og Hagstjórnardagurinn og Halloween partýið en ég myndi segja að árshátíðin sé okkar stærsti viðburður.



Hvar slaka nemarnir í deildinni á?
Þegar ég sé nemendur deildarinnar í skólanum annarsstaðar en í tíma þá er það yfirleitt í Odda eða á Stúdentakjallaranum
Politica-nemar eru?
Politica-nemar eru skemmtileg/fjölbreytt. Erfitt að velja á milli. Þetta er ótrúlega skemmtilegur hópur en á sama tíma svo ótrúlega fjölbreyttur.
Hvaða lag væri Politica anthem/þemalag Politica?
Negla með XXX Rottweiler hundum því við neglum allt sem við gerum.
