Norm er nemendafélag félagsfræðinema við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Inga Jódís Kristjánsdóttir, formaður félagsins svaraði nokkrum laufléttum spurningum um félagið og starfsemi þess.

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það?
Félagið varð til fyrir 21 árum þannig það er mjög góð spurning hvernig nafnið varð til. Ætli það komi ekki bara frá síendurteknu hugtaki sem við félagsfræðinemar heyrum aðeins of oft um félagsleg norm sem snýst bara um sameiginlegar væntingar samfélagsþegna um hvernig fólk á að hugsa, líða og haga sér.
Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn?

Ætli það sé ekki bara Desperate Housewives, ekki vegna þess að við erum eitthvað örvæntingafull, né húsmæður en ég held að flestir félagsfræðingar eigi það sameiginlegt að vera forvitnir og pæla mikið í hegðun annara, eða Office þættirnir!!
Hvert er mottó nemendafélagsins?
What’s a sociologist’s party trick? eða Ruining the party by explaining it.
Hver væri draumavísindaferðin?
Draumavísindaferðin er að fara í fangelsi og fá að ræða við fanga.
Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?
Lítill Karl Marx bangsi.

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu?
Eftirminnilegasta vísindaferðin var þegar við fórum í RÚV og fengum að skoða bókstaflega allt í húsinu en svo var RÚV vísó í fyrra líka ótrúlega skemmtilegt þegar við fórum á Gísla Marteinn og hittum Queen Höllu T!

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?
Úff… við erum svo lítið félag að enginn viðburður er eitthvað stór en það hlýtur að vera árshátíðin.
Hvar slaka nemarnir í deildinni á?
Við finnum klárlega fyrir mestu heimatilfinningunni í Odda þannig þar er mikið setið og spjallað.
Félagsfræðinemar eru?
Félagsfræðinemar eru alltaf að ofgreina allt, en samt bestir.
Ef Norm ætti að hafa eitthvern einn einkennisdrykk hver væri hann?
Óáfengur drykkur væri klárlega Nocco en áfengur drykkur væri Aperol Spritz!

