Heim Fréttir Salernið óvæntur vettvangur skilaboða

Salernið óvæntur vettvangur skilaboða

Skoðanaglaður nemandi sendir kveðju á nýkjörinn Bandaríkjaforseta og ríkasta mann heims. Mynd/Stúdentafréttir.

Færst hefur í aukana að skrifuð séu skilaboð á salerni skólans í stað hefðbundins veggjakrots. Skoðanaglaðir nemendur nýta sér þennan óhefðbundna vettvang til að koma skilaboðum á framfæri.

Þó svo að veggjakroturum finnist þetta vera áhrifarík leið til að koma skoðunum sínum á framfæri fylgir því mikil vinna að fjarlægja veggjakrot af salernum skólans. Slíkt ferli er ekki bara tímafrekt heldur líka kostnaðarsamt. Milos Glogovac, umsjónarmaður Odda, segir þetta vera óþarfi og kosti skólann peninga sem mættu fara í annað.