„Fólk má búast við frábærum bíómyndum sem skemmta og hreyfa við áhorfendum,“ segir Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, sem verður haldin 25. september til 5. október. Hátíðin sem er haldin árlega hefur markað sér sérstöðu með því að beina sjónum að nýjum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum hvaðanæva að úr heiminum.
Næstkomandi fimmtudag hefst stærsta kvikmyndahátíðin á Íslandi Reykjavík International Film Festival. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2004. RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem hefur þau markmið að kynna íslendinga fyrir vandaðri og framsækinni kvikmyndagerð allstaðar að úr heiminum, að kynna erlenda gesti fyrir því sem best er gert á sviði kvikmynda hér á landi og að stuðla að samtali milli Íslensks og erlends fagfólks í kvikmyndagerð og efla þannig og stækka tengslanet fagfólks hér á landi.
Úrval gæðamynda
RIFF bíður upp á úrval gæðamynda sem langflestar koma ekki í bíóhús á Íslandi og er þetta því einstakt tækifæri fyrir alla að upplifa eitthvað sem þau myndu annars ekki sjá. Uppbyggingin á hátíðinni er svipuð og áður en aldrei er hátíðin eins, nýjir gestir, nýjar myndir og sérviðburðir eru það sem gera hverja hátíð einstaka. Einnig í ár verður Háskólabíó betra og flottara enn áður og verður breytt í bar eða eins og þau kalla það Rabbabarinn. Þannig að ef fólk nennir kannski ekki í bíó þá getur það komið við og fengið sér drykk og skoðað ljósmyndasýningu Páls Stefánssonar landslagaljósmyndara og gert sér dagamun segir Hrönn Marinósdóttir hátiðarstjórnandi.
Víkkar sjóndeildarhringinn

Hrönn Marinósdóttir hátíðarstjórnandi segir að fólk megi búast við „frábærum bíómyndum sem skemmta og hreyfa við áhorfendum. Þegar RIFF 2025 rennur sitt skeið lofa ég að það hefur bæst í minningabanka bíógesta og sjóndeildarhringur þeirra að öllum líkindum orðinn víðari. Það er líka svo skemmtilegt við RIFF er að hátíðina sækir fólk á öllum aldri sem hefur það sameiginlega áhugamál að sjá gott bíó.“