Heim Fréttir Blóðbankabíllinn heimsótti Háskólann

Blóðbankabíllinn heimsótti Háskólann

Blóðbankabíllinn var við Háskóla Íslands í dag í tilefni blóðgjafarmánuðar Háskóla Íslands. Markmiðið með þessu framtaki er að hvetja bæði nemendur og starfsfólk til að gefa blóð og að vekja athygli á því hversu mikilvæg blóðgjöf er fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Með því að færa blóðbankabílinn beint inn á háskólasvæðið er vonast til að sem flestir geti nýtt tækifærið og gefið blóð.

Það var augljóst að margir nemendur og starfsmenn háskólans nýttu sér þetta tækifæri til að gefa blóð en þegar fréttamaður kom á svæðið náði röðin út fyrir dyr. Eftirspurnin var svo mikil að starfsmenn Blóðbankans þurftu að biðja suma að koma síðar til að forðast langan biðtíma.