„Stundum er húmor vopn og tæki til að horfast í augu við ógnir samtímans, en sagan er einmitt öflugt tæki við að hjálpa sér að taka réttar ákvarðanir í framtíðinni. Stundum er sagan eins og, ég segi ekki konfektkassi, en þú getur valið réttu fordæmin.“
Þetta segir Guðni Th Jóhannesson í fyrsta þætti Háskólaumræðunnar. Umræðuefni þáttarins er Stefnir mannkynið til glötunnar – hvað segir sagan okkur?
Guðni segist hafa ákveðið að vera bjartsýnn frekar en svartsýnn. „Þessar línulegu framfarir eru ekki eins einfaldar og kannski við viljum vonast til. Bakslag verður alltaf en verður þá kannski líka hvatning til fólks að leggja ekki árar í bát, gefast ekki upp.“
Umsjónarmenn þáttarins eru Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir og Ásrún Aldís Hreinsdóttir.