Heim Nemendafélag vikunnar „Þetta er deild sem slakar aldrei á“

„Þetta er deild sem slakar aldrei á“

Jóhann Borg formaður Naglanna

Naglarnir er félag nemenda í umhverfis- og byggingaverkfræði. Þeir smíða, skipuleggja og kanna heim byggingarlistar og verkfræðinnar saman. Jóhann Borg Kristjánsson, formaður nemendafélagsins og nemi á 3. ári í byggingarverkfræði, svaraði nokkrum þægilegum spurningum um starfið.

Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það? Nafn nemendafélagsins vísar til byggingarvinnu, þar sem félagið er fyrir nemendur í umhverfis- og byggingaverkfræði.

Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn? Big Bang Theory.

Hvert er mottó nemendafélagsins? Við erum ekki með mottó svo vitandi sé.

Hver væri draumavísindaferðin? Drauma vísó væri að geta spólað til baka í tímann og fengið að sjá hönnun Hörpunnar.

Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera? Það væri býfluga.

Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er ári? Þegar við fórum að skoða varnargarðana við Svartsengi, það var mjög áhugavert.

Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu? Stærsti viðburðurinn er aðalfundur.

Hvar slaka nemarnir í deildinni á? Þetta er deild þar sem aldrei er slakað á, en hugsanlega væri svarið LOFT.

Hversu margir nemar eru í félaginu? Við erum 56 nemendur.

Hvaða lag væri þemalag Naglanna? Það væri alltaf Elli Egils.