Soffía er nemendafélag heimspekinema við hugvísindasvið í Háskóla Íslands. Guðni Thorlacius formaður félagsins svaraði nokkrum mikilvægum spurningum um Soffíu.
Hvernig varð nafn nemendafélagsins til og/eða hvað þýðir það?
Soffía er íslenskun á gríska orðinu/gyðjunni “Σοφία”. Hugtakið þýðist sem viska eða þekking, en einnig sem mannanafnið Soffía!
Ef þú ættir að líkja lífinu í ykkar deild við sjónvarpsþátt, hver væri sjónvarpsþátturinn?

Peep Show.
Hvert er mottó nemendafélagsins?
Díses Geist!
Hver væri draumavísindaferðin?
Sorpa.
Ef félagið ætti lukkudýr, hvað myndi það þá vera?
Ugla.
Hver er eftirminnilegasta vísindaferðin sem af er skólaárinu
Hiklaust Frímúrarareglan! Mæli með.
Hver er stærsti viðburður ársins hjá félaginu?
Annað hvort Árshátíðin, Körfuboltamótið eða 12. mars!
Hvar slaka nemarnir í deildinni á?
Hvergi, erum ávallt locked in.
Heimspeki nemar eru?
Einmitt, því þeir hugsa.
Ef að nemendafélagið væri drykkur (með eða án áfengis), hvaða drykkur væri það?
Kaffi.