Samantekt SHÍ, ásamt konu gangandi með barnavagn
Samsett mynd

Foreldrum þykir núverandi fæðingarstyrkur námsmanna ekki mæta þeirra þörfum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Markmið var að kanna stöðu foreldra í námi.

Móðir, sem höfundur fréttar ræddi við en vildi ekki koma fram undir nafni, stundar nám við Háskóla Íslands og var tilbúin að deila persónulegri innsýn í niðurstöður könnunar. Hún hafi þegið fæðingarstyrk en taldi niðurstöðu könnunar ekki koma á óvart.

„Fjárhæð styrksins olli á tímabili eins konar fjárhagskvíða” segir hún um upphæð fæðingarstyrksins.

Fæðingarstyrkur námsmanna 

Í samantekt SHÍ segir að meirihluta foreldra í námi þykir fæðingarstyrkur námsmanna ekki sinna hlutverki sínu, foreldrar reyna jafnvel að komast hjá því að þiggja hann og í þeim tilfellum sem þau hafa nýtt sér hann er hann ekki nægur.

Fullur fæðingarstyrkur námsmanna fyrir börn fædd eftir 2022 er 199.522 krónur. Hins vegar er þessi niðurgreiðsla skattskyld. Því mega foreldrar búast við um 190.688 krónum á mánuði fyrir fullnýttan persónuafslátt, þeir sem kjósa 50% persónuafslátt fá 163.730 krónur og hafi nemar þegar nýtt allan persónuafsláttinn fá þeir úthlutað 136.772 krónur. 

Af þeim sem höfðu þegið fæðingarstyrk lýstu 95% óánægju og töldu greiðslurnar ófullnægjandi til að mæta fjárhagslegri þörf þeirra. En þá hefur matavælaverð hækkað um tæp 14% frá því á síðasta ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ

Fyrir utan fjárhagslegt álag benti könnunin á önnur mikilvæg málefni foreldra í námi

● 38.8% eru í fullu námi og vinnu samhliða.
● 62.7% eiga maka á vinnumarkaði og 10% eiga maka í fullu námi og vinnu samhliða.
● 28.9% sögðu að frekar erfitt eða mjög erfitt sé fyrir sig og fjölskyldu sína að ná endum saman.
● 50.8% hafa tekið námslán og 65.7% segja barnastyrk Menntasjóðs ekki nægan.
● 88.1% upplifa árekstra milli fjölskyldulífs og náms.

Mikil þörf á utanaðkomandi aðstoð

Viðmælandi tók undir með niðurstöðum könnunar SHÍ og lýsti því hvernig styrktargreiðslur skilja eftir lítinn sem engan afgang í lok mánaðar.

„Þegar þú ert nýbúinn að eignast barn er fjárhagur ekki vandamál sem þú vilt þurfa takast á við, en því miður þá var það tilfellið. Við upplifðum erfiðleika við að ná endum saman“.

Þær aðstæður að hún væri með maka sem lagði til heimilistekna hefði gert gæfumuninn á þessum tímapunkti.

 „Hann var í meistaranámi á þessum tíma en ákvað að taka hlé til að safna upp tekjum áður en hann færi í orlof. Ég sá að hann vildi ekki fara vinna, en við sáu ekki fram á að upphæð námsstyrks myndi nægja þegar að því kæmi að hann færi í orlof“

Foreldrar í námi hafa mikla þörf á utanaðkomandi aðstoð lýsir viðmælandinn, en stuðningur sé oft takmarkaður á skólatíma.

„Foreldrar hans búa hinum megin á landinu en við erum heppin að foreldrar mínir búa í bænum. Þau hjálpa þegar þau geta en eru samt bæði í fullri vinnu, svo það er takmarkað“.

Báðir foreldrar stunda núna bæði fullt nám, sem getur verið krefjandi þar sem námið tekur dýrmætan tíma frá fjölskyldunni.

„Það er auðvitað bras að við séum bæði í námi en á sama tíma, en við nýtum allan þann tíma sem við getum. Námið hans leggur ekki jafn mikla kröfu á mætingu og mitt, þannig hann tekur dagvaktir með barninu og nýtir kvöld ásamt helgum í námið. Því eru fjölskyldustundir eru ekki jafn tíðar og við myndum vilja.“

Viðmælandi varpaði ljósi á áskoranir foreldra en lagði sérstaka áherslu á að þeirra aðstæður væri ekki einsdæmi.