Heim Fréttir Nemendur gætu átt möguleika á að fá einingar fyrir félagsstörf

Nemendur gætu átt möguleika á að fá einingar fyrir félagsstörf

Stúdentaráð samþykkti nýverið tillögu sem felur í sér að nemendur geti hlotið einingar fyrir þátttöku í félagsstörfum innan skólans. Að sögn Birkis Snæs Brynleifssonar, stúdentaráðsfulltrúa Vöku á Félagsvísindasviði, er markmið tillögunnar að hvetja nemendur til að taka virkan þátt í félagslífi og að nemendur fái launað fyrir vel unnin störf innan skólans.

Stúdentaráð vonast til að tillagan muni verða til þess að félagslífið í háskólanum muni ná sama styrk og áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það, eins og við sáum eftir Covid þá dalaði félagshliðið í Háskóla Íslands alveg slatta. Þú sást miklu minna af fólki á háskólatorgi og þetta væri þá líka bara aukin hvatning til þess að komast aftur á þann stað þar sem háskólinn var fyrir Covid.“ Segir Birkir Snær Brynleifsson.