Fyrirhugað er að opna lágvöruverslun í verslunarrými á Eggertsgötu 24 þar sem nú er Krambúðin. Deiliskipulag um stækkun rýmisins hefur verið samþykkt og hefjast framkvæmdir á næsta ári, 2023. Lengi hefur verið kallað eftir opnun lágvöruverslunar fyrir stúdenta á háskólasvæðinu.
Félagsstofnun stúdenta sér um verkefnið og er það liður í því að skapa sífellt betra og heildstæðara samfélag á háskólasvæðinu í samvinnu við stúdenta. Stefnt er að því að framkvæmdir við stækkun rýmisins muni hefjast árið 2023. Stækkun leikskólans Leikgarðs við Eggertsgötu 14 er í forgangi og þegar það er komið á leið mun vera ráðist í framkvæmdir á rýminu.
,,Við viljum fá lágvöruverslun í rýmið og róum að því öllum árum“ segir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri FS. Guðrún telur að stækkun búðarinnar muni auka lífsgæði stúdenta verulega og auki þjónustu við allt háskólasamfélagið. Ekki hefur enn verið gerðir samningar um rekstur lágvöruverslunar en Samkaup er með leigusamning í rýminu fram til ársins 2026.
Guðrún vildi ekki staðfesta að lágvöruverslun komi í rýmið fyrr en samningar væru í höfn. Rebekka Karlsdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að vegna þrýstings frá Stúdentaráði séu framkvæmdirnar að verða að veruleika og muni ráðið halda áfram að standa vörð um verkefnið. Rebekka segir að frekari grunnþjónusta á háskólasvæðinu muni stuðla að sjálfbæru samfélagi, minnkun kolefnisspors, iðandi mannlífi og aukinni vellíðan stúdenta.